Handbolti

Stemning á töflufundi þjálfaranna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins fjölmenntu á töflufund sem landsliðsþjálfarateymi Íslands hélt í gær.

Töflufundurinn var haldinn á hóteli stuðningsmannanna. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari og aðstoðarmenn hans, Gunnar Magnússon og Ólafur Stefánsson, mættu allir.

Bæði Aron og Ólafur héldu tölu og var fólk almennt ánægt með fundinn. Var mikið klappað í lok fundar fyrir þjálfurunum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari og myndatökumaður 365, klippti saman innslag um fundinn sem má horfa á hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Hryðjuverkaógn á EM í handbolta

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.

Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira