Fótbolti

Real Madrid gekk frá Sporting Gijon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ronaldo fagnar marki sínu í dag.
Ronaldo fagnar marki sínu í dag. vísir/getty

Real Madrid slátraði Sporting Gijon, 5-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og var staðan 5-0 fyrir Real í hálfleik.

Cristiano Ronaldo gerði tvö mörk í leiknum rétt eins og Karim Benzema. Gareth Bale var síðan með eitt mark fyrir heimamenn í Real Madrid. 

Eina mark Sporting Gijon í leiknum skoraði Isma Lopez um hálftíma fyrir leikslok. Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, stigi á eftir Atletico Madrid sem er með 44 stig. Barcelona er í þriðja sætinu með 42 stig en liðið á tvo leiki til góða á Real Madrid. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira