Innlent

Tekur upp hanskann fyrir listamannalaun: „Væri þjóðin ekki fátækari í anda ef við hefðum ekki listamannalaun?“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Erpur Eyvindarson.
Erpur Eyvindarson.
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson, sem er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum, skrifar pistil til varnar listamannalaunum í dag.

Fjölmargir hafa stigið fram á ritvöllinn síðustu daga og gagnrýnt útdeilingu launanna en töluverður styr hefur staðið um valið á listamannalaunþegunum, sem og valið á úthlutunarnefnd launanna eins og Vísir hefur greint frá.



Sjá einnig: Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt útdeilinguna eru fyrrum Veðurguðinn Ingólfur Þórarinsson, töframaðurinn Einar Mikael og rithöfundarnir Stefán Máni og Mikael Torfason.

Á Facebook-síðu sinni skrifar Erpur að þrátt fyrir að margra spurninga megi spyrja um sjálft kerfið; hverjum er úthlutað, hversu oft, til hve langs tíma í senn og hvernig megi auka nýliðun væri þjóðin fátækari í anda án launanna.

Sjá einnig: Listamannalaunþegar ársins 2016

„Ég hef aldrei fengið fúlan fimmaur í listamannalaun frá opinberum né einkasjóðum, ég hef hingað til ekki nennt að fylla út einhverja fjórblöðunga,“ skrifar Erpur og bætir við „En getum líka bara lesið bankabækur, fundið andagift í flúorgufu kerskála og raulað hagspár innum gotrauf á þorsk. Hmmm, veisla!”

Færslu Erps má sjá hér að neðan en hún hefur fengið töluverða athygli. Meðal þeirra sem deila henni eru kollegi Erps, tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson, sem skrifar með deilingunni: „Takk Blaz Roca,” en það er listamannsnafn Erps.

Ég er búinn að lifa af skapandi vinnu í mörg ár núna. Ég hef aldrei fengið fúlan fimmaur í listamannalaun frá opinberum...

Posted by Blaz Roca on Sunday, 17 January 2016

Tengdar fréttir

Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum

Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar.

Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug

Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×