Handbolti

Austurríkismenn áfram í umspil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Patrekur er þjálfari Austurríkis.
Patrekur er þjálfari Austurríkis. vísir/eva björk

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu eru komnir i umspil um laust sæti á heimsmeistaramótinu í handkattleik sem fram fer í Frakklandi árið 2017.

Liðið vann auðveldan sigur á Finnum, 32-20, og náði því í efsta sæti í riðli 2. Staðan í hálfleik var 17-12 og var sigur Austurríkismanna aldrei í hættu.

Nikola Bylik var góður í liðið Austurríkis og skoraði hann sjö mörk. Austurríki spilar næst tvo umspilsleiki um laust sæti á mótinu í sumar en ekki hefur verið dregið um það hver andstæðingurinn verður.
 
Fleiri fréttir

Sjá meira