Enski boltinn

Stuðningsmenn United fögnuðu með Phil Jones eftir leikinn - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning eftir leikinn í dag.
Mikil stemning eftir leikinn í dag. vísir

Manchester United vann góðan sigur á erkifjendunum í Liverpool, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins.

Það vakti athygli að þeir Marcos Rojo, Phil Jones og Michael Carrick, leikmenn United, voru allir mættir í stúkuna og horfðu á leikinn með hörðustu stuðningsmönnum liðsins.

Eftir leikinn gripu nokkrir þeirra Phil Jones og fögnuðu eins og óðir menn með varnarmanninum.

Sungu þeir allir saman söng sem vísaði í það að Phil Jones hefði unnið einn Englandsmeistaratitil en Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, ekki neinn. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira