Handbolti

Heimamenn með fullt hús stiga á EM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kamil Syprzak var flottur fyrir Pólverja í kvöld.
Kamil Syprzak var flottur fyrir Pólverja í kvöld. vísir/afp

Pólland vann Makedóníu, 24-23, á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld en liðið er með fullt hús stiga eftir tvo mjög nauma sigra í keppninni.

Staðan var 13-11 í hálfleik og það fyrir Makedóníu. Heimamenn mættu sterkari til leiks í þeim síðari og unnu að lokum gríðarlega mikilvægan sigur. Hjá heimamönnum var það Kamil Syprzak sem var atkvæðamestur með sex mörk en Kiril Lazarov skoraði heil átta mörk fyrir Makedóníu.

Pólverjar eru með fjögur stig í A-riðli, jafnmörg stig og Frakkar en bæði lið eru með fullt hús stiga. Þau mætast í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira