Fótbolti

AC Milan með frábæran sigur á Fiorentina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Bacca fagnar marki sínu í kvöld.
Carlos Bacca fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

AC Milan vann fínan sigur á Fiorentina, 2-0, í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir heimamenn í Milan en Carlos Bacca skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt gat gert.

Það tók leikmenn AC Milan langan tíma að innsigla sigurinn í kvöld og var það Kevin-Prince Boateng sem skoraði annað mark heimamanna rétt fyrir leikslok og tryggði þeim endanlega stigin þrjú.

AC Milan er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig. Fiorentina er í því fjórða með 38 stig og því var sigur heimamanna gríðarlega mikilvægur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira