Fótbolti

AC Milan með frábæran sigur á Fiorentina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carlos Bacca fagnar marki sínu í kvöld.
Carlos Bacca fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty

AC Milan vann fínan sigur á Fiorentina, 2-0, í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leikurinn hófst heldur betur vel fyrir heimamenn í Milan en Carlos Bacca skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu. Staðan var 1-0 í hálfleik og allt gat gert.

Það tók leikmenn AC Milan langan tíma að innsigla sigurinn í kvöld og var það Kevin-Prince Boateng sem skoraði annað mark heimamanna rétt fyrir leikslok og tryggði þeim endanlega stigin þrjú.

AC Milan er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig. Fiorentina er í því fjórða með 38 stig og því var sigur heimamanna gríðarlega mikilvægur.
Fleiri fréttir

Sjá meira