Innlent

Brotist inn í þrjá bíla

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/GVA

Brotist var inn í þrjá bíla á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, þar af tvo við Borgartún og einn við Laugaveg. Í öllum tilvikum voru rúður brotnar í bílunum og þar rótað í leit að verðmætum.

Þjófurinn, eða þjófarnir höfðu eitthvert lítilræði upp úr krafsinu og eru ófundnir, en eigendur bílanna þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna rúðubrotanna. Þá er verið að rannsaka vettvang innbrots í verslun i Breiðholti, sem tilkynnt var um undir morgunn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira