Innlent

Brotist inn í þrjá bíla

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Vísir/GVA

Brotist var inn í þrjá bíla á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, þar af tvo við Borgartún og einn við Laugaveg. Í öllum tilvikum voru rúður brotnar í bílunum og þar rótað í leit að verðmætum.

Þjófurinn, eða þjófarnir höfðu eitthvert lítilræði upp úr krafsinu og eru ófundnir, en eigendur bílanna þurfa að leggja í töluverðan kostnað vegna rúðubrotanna. Þá er verið að rannsaka vettvang innbrots í verslun i Breiðholti, sem tilkynnt var um undir morgunn. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira