Innlent

Búist við allt að 20 stiga frosti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva

Sólríkt og rólegt veður verður í dag og á morgun. Austlæg átt um 5-10 metrar á sekúndu sunnantil á landinu, en annars hægari breytileg átt. Léttskýjað víðast hvar, en skýjað austantil á landinu í fyrstu.

Í nótt og á morgun má búast við stöku éljum úti við ströndina, en inn til landsins verður áfram bjart. Frost 0 til 10 stig, en talsvert frost í innsveitum norðaustantil og má búast við allt að 20 stiga frosti þar sem kaldast er, að því er segir í veðurspá Veðurstofu Íslands.

Nú í nótt var töluvert frost á landinu öllu, einkum um norðan- og austanvert landið. Það fór víða niður í tíu stig, en fjögurra stiga hiti var í Vestmannaeyjum klukkan sex í morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira