Körfubolti

Önnur þrenna í röð hjá Westbrook

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Westbrook í leiknum í nótt.
Westbrook í leiknum í nótt. Vísir/Getty

Russell Westbrook gerði sér lítið fyrir og var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð er lið hans, Oklahoma City, vann Miami, 99-74, á sunnudag.

Westbrook var með þrettán stig, fimmtán stoðsendingar og tíu fráköst í leiknum en þetta var fimmta þrennan hans á tímabilinu og 24. slíka á ferlinum.

Kevin Durant var með 24 stig og tíu fráköst og Serge Ibaka bætti við nítján stigum fyrir Oklahoma City. Dwayne Wade var með 22 stig fyrir Miami en hann hélt upp á 34 ára afmæli sitt í gær.

San Antonio vann enn einn leikinn á heimavelli, í þetta sinn gegn Dallas, 112-83. LaMarcus Aldridge skoraði 23 stig og er San Antonio enn ósigrað á heimavelli í alls 24 leikjum. Alls hefur liðið unnið 33 leiki í röð í AT&T-höllinni.

Úrslit næturinnar:
Minnesota - Phoenix 117-87
Oklahoma City - Miami 99-74
San Antonio - DAllas 112-83
Denver - Indiana 129-126
LA Lakers - Houston 95-112

NBA


Fleiri fréttir

Sjá meira