Handbolti

Strákarnir bættu eigið markamet á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson var í strangri gæslu í leiknum í gær.
Aron Pálmarsson var í strangri gæslu í leiknum í gær. Vísir/Valli

Aldrei hafa verið fleiri mörk skoruð í einum leik á Evrópumeistaramóti í handbolta en í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær.

Alls voru 77 mörk skoruð en Hvíta-Rússlandi hafði sigur í æsispennandi leik, 39-38.

Sjá einnig: Varnarleysi í Katowice

Ísland átti reyndar gamla metið líka en það var á EM 2010 í Austurríki er strákarnir okkar gerðu ótrúlegt jafntefli við heimamenn, 37-37, eftir að hafa misst niður þriggja marka forystu á lokamínútu leiksins.

Noregur vann Króatíu í hinum leik gærdagsins í B-riðli sem þýðir að öll lið í riðlinum eru nú með tvö stig.


Tengdar fréttir

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira