Handbolti

Strákarnir bættu eigið markamet á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson var í strangri gæslu í leiknum í gær.
Aron Pálmarsson var í strangri gæslu í leiknum í gær. Vísir/Valli

Aldrei hafa verið fleiri mörk skoruð í einum leik á Evrópumeistaramóti í handbolta en í leik Íslands og Hvíta-Rússlands í gær.

Alls voru 77 mörk skoruð en Hvíta-Rússlandi hafði sigur í æsispennandi leik, 39-38.

Sjá einnig: Varnarleysi í Katowice

Ísland átti reyndar gamla metið líka en það var á EM 2010 í Austurríki er strákarnir okkar gerðu ótrúlegt jafntefli við heimamenn, 37-37, eftir að hafa misst niður þriggja marka forystu á lokamínútu leiksins.

Noregur vann Króatíu í hinum leik gærdagsins í B-riðli sem þýðir að öll lið í riðlinum eru nú með tvö stig.


Tengdar fréttir

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga.
Fleiri fréttir

Sjá meira