Tíska og hönnun

Logi Geirsson: „Dýrustu og flottustu bindi sem er hægt að kaupa sér“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi fór á kostum í Brennslunni í morgun.
Logi fór á kostum í Brennslunni í morgun. vísir
„Ég er ekki að fara mæta með þetta gullbindi aftur, það er alveg á hreinu,“ segir Logi Geirsson, handboltasérfræðingur RÚV sem var með eyrnalokk úr Eyjafjallajökli og rándýrt gullbindi í EM-stofunni í gær.

Logi fræddi hlustendur Brennslunnar á FM957 um bindið fræga í morgun.

„Ég bjóst við að annar hver maður myndi þekkja þetta bindi, þetta eru notla dýrustu og flottustu bindi sem er hægt að kaupa sér. Þetta kostaði mig 2000 dollara og 300.000 kall að koma með þetta heim í sumar,“ segi Logi sem segist hafa farið sérstaklega út til New York að sækja bindið. Bindið heitir Hex og má kynna sér hönnunina hér.

„Ég áttaði mig ekki á því að það yrðu sjötíu ljóskastarar á mér og þetta var bara fáránlegt,“ segir Logi sem var einnig með fallegan eyrnalokk í þættinum í gær.

„Svona til að halda áfram að hneyksla fólk þá fór ég upp að Eyjafjallajökli og lét setja hraun í eyrnalokk.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×