Fótbolti

Almenn miðasala opin á EM í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Knattspyrnusamband Evrópu hefur opnað fyrir almenna miðasölu á EM en miðasölu stuðningsmanna lauk nú í hádeginu. Þessi hluta miðasölunnar verður opin til 1. febrúar.

Þar til í dag var hægt fyrir stuðningsmenn hvers liðs að kaupa miða á ákveðna leiki. Að henni lokinni var opnað um leið fyrir miðasölu á alla leiki keppninnar fyrir almenning.

Síðastliðið sumar bárust Knattspyrnusambandi Evrópu ellefu milljónir umsóknir um eina milljón miða sem þá var til sölu og má því búast við því að aðsóknin í miða nú verði mikil.

Líklegt er að það verður einn miðasölugluggi í viðbót síðar í vetur þar sem síðustu miðarnir á mótið verða seldir.

Mótið í Frakklandi hefst 10. júní og lýkur mánuði síðar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira