Handbolti

Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu.

„Það tók smá tíma að hrista Hvít-Rússa leikinn af sér. Ég horfði á hann tvisvar upp á herbergi. Svo talaði ég við stelpuna mína, fékk eitt ég elska þig og þá var það búið,“ segir Björgvin Páll og brosir. „Þá byrjaði leiðin aftur að liggja upp á við. Ég fór þá að horfa á Króatana og undirbúa mig fyrir þann leik.“

Sjá einnig: Alexander: Ég er búinn að spila aðeins of mikið

Björgvin segir að hann hefði líklega ekki sofnað í gær ef hann hefði ekki farið strax í myndbandsvinnuna.

„Við verðum að horfa á Króatana og síðan bara að koma hausnum á okkur í lag. Hann er fullur af upplýsingum og jákvæðum sem neikvæðum tilfinningum sem þarf að hólfa niður og koma í orku. Við mætum svo klárir til leiks á morgun.“

Strákarnir hafa kunnað þá list að þjappa sér saman þegar staðan er orðin erfið.

Sjá einnig: Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland

„Við erum að labba á milli herbergja og tala saman. Meira núna en áður. Það var einhver pirringur og orka í mönnum sem þurfti að losna út. Eina jákvæða er að leikurinn í gær var snemma þannig að menn höfðu gærkvöldið til þess að fara í sjálfsskoðun. Þetta snýst mikið um okkur sjálfa. Að koma okkur í gamla góða gírinn,“ segir Björgvin Páll en hann efast ekkert um að gamla góða, íslenska geðveikin verði til staðar á morgun.

„Ef það er eitthvað sem við kunnum þá er það að koma okkur í vandræði. Okkur tókst það núna. Það er heim eða áfram með stig og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að lengja þetta EM-ferðalag fyrir okkur sem og þjóðina.“

Sjá má viðtalið við Björgvin í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×