Handbolti

Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu.

„Það tók smá tíma að hrista Hvít-Rússa leikinn af sér. Ég horfði á hann tvisvar upp á herbergi. Svo talaði ég við stelpuna mína, fékk eitt ég elska þig og þá var það búið,“ segir Björgvin Páll og brosir. „Þá byrjaði leiðin aftur að liggja upp á við. Ég fór þá að horfa á Króatana og undirbúa mig fyrir þann leik.“

Sjá einnig: Alexander: Ég er búinn að spila aðeins of mikið

Björgvin segir að hann hefði líklega ekki sofnað í gær ef hann hefði ekki farið strax í myndbandsvinnuna.

„Við verðum að horfa á Króatana og síðan bara að koma hausnum á okkur í lag. Hann er fullur af upplýsingum og jákvæðum sem neikvæðum tilfinningum sem þarf að hólfa niður og koma í orku. Við mætum svo klárir til leiks á morgun.“

Strákarnir hafa kunnað þá list að þjappa sér saman þegar staðan er orðin erfið.

Sjá einnig: Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland

„Við erum að labba á milli herbergja og tala saman. Meira núna en áður. Það var einhver pirringur og orka í mönnum sem þurfti að losna út. Eina jákvæða er að leikurinn í gær var snemma þannig að menn höfðu gærkvöldið til þess að fara í sjálfsskoðun. Þetta snýst mikið um okkur sjálfa. Að koma okkur í gamla góða gírinn,“ segir Björgvin Páll en hann efast ekkert um að gamla góða, íslenska geðveikin verði til staðar á morgun.

„Ef það er eitthvað sem við kunnum þá er það að koma okkur í vandræði. Okkur tókst það núna. Það er heim eða áfram með stig og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að lengja þetta EM-ferðalag fyrir okkur sem og þjóðina.“

Sjá má viðtalið við Björgvin í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira