Sport

Spilling skekur tennisheiminn | Djokovic var mútað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá því í morgun að það hafi undir höndum skjöl að grunur leikur um að úrslitum leikja í tennis hafi verið hagrætt, meðal annars á Wimbledon-mótinu.

Samkvæmt gögnunum, sem kemur frá stofnuninni Tennis Integrity Unit, hefur á undanförnum áratug verið borið kennsl á sextán leikmenn sem hafa náð meðal 50 efstu á heimslistanum í tennis sem grunaðir eru um að hafa tapað viljandi.

Meðal þeirra eru sigurvegarar á stórmótum en engum þeirra hefur hins vegar verið meinuð áframhaldandi þátttaka í íþróttinni eða settir í bann.

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, hefur greint frá því að honum verið boðinn um 20 milljónir króna fyrir að tapa viljandi árið 2007. Hann afþakkaði boðið.

„Þetta eru bara vangaveltur,“ sagði Serbinn um frétt BBC. „Miðað við það sem ég veit hefur ekkert slíkt átt sér stað hjá bestu tennismönnum heims.“

Roger Federer tók í svipaðan streng. „Það væri mjög gott að heyra einhver nöfn. Þá væri eitthvað hægt að taka alvöru umræðu um þetta. En þetta er alvarlegt mál og það er mjög mikilvægt að vernda heiður íþróttarinnar.“

Serena Williams, besta tenniskona heims, sagði að ef mútur og spilling væru í gangi í tennisheiminum, vissi hún ekki af því.

Opna ástralska meistaramótið er fyrsta risamót ársins og það hófst í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira