Viðskipti erlent

Olíuverð hríðfellur vegna afnáms viðskiptaþvingana

Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu.

Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu.

Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,62
33
480.279
HAGA
3,75
19
363.669
N1
2,89
8
227.432
SKEL
2,77
14
197.073
SIMINN
1,92
15
470.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,22
6
18.083
VIS
-0,25
2
19.319