Handbolti

Rússar lögðu lærisveina Dujshebaev

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Timur Dibirov í leiknum í dag.
Timur Dibirov í leiknum í dag. vísir/epa

Rússar opnuðu D-riðil EM 2016 í handbolta upp á gátt með flottum sigri á Ungverjalandi í dag, 27-26.

Rússar töpuðu fyrsta leik fyrir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska liðinu á meðan strákarnir hans Talant Dujshebaev unnu Svartfellinga með fimm marka mun.

Rússar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, en Ungverjar skoruðu fjögur af fimm fyrstu mörkum seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í eitt mark, 15-14.

Rússneska liðið náði aftur undirtökunum í leiknum og var mest fimm mörkum yfir, 24-10, en Ungverjarnir neituðu að gefast upp.

Ungverjar minnkuðu muninn í tvö mörk, 24-22, þegar sex mínútur voru eftir en Rússarnir voru sterkari á lokasprettinum og unnu mikilvægan sigur, 27-26.

Guðmundur og danska liðið mætir Svartfjallalandi í kvöld og getur tryggt sig inn í milliriðla með sigri.

Hornamaðurinn magnaði, Timur Dibirov, leikmaður Vardar í Makedóníu, var markahæstur Rússa með sex mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira