Innlent

Lýsir grátlegu metnaðarleysi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Pósturinn hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum.
Pósturinn hefur einkarétt á dreifingu bréfa undir 50 grömmum. Fréttablaðið/Hörður
 „Áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt,“ segir í bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu Íslandspósts í dreifbýli.

Pósti verður dreift annan hvern virkan dag í dreifbýli í staðinn fyrir alla virka daga.

„Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti,“ segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs. 


Tengdar fréttir

Telja einkaréttinn kvöð

Í undirbúningi er frumvarp til að afnema einkarétt Íslandspósts á sendingum undir 50 grömmum. Forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið vilji frelsi til að ráða hvar þjónustan sé.

Vísar gagnrýni vegna Íslandspósts á bug

Póst og fjarskiptastofnun segir það rangt að stofnunin hafi heimilað hækkun gjaldskrár Íslandspósts án þess að fyrir liggi mat stofnunarinnar á kostnaðargrunni félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×