Fótbolti

Blatter enn á launum hjá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Sepp Blatter, fráfarandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er enn á launum hjá sambandinu þrátt fyrir að hann hafi nýverið verið dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Blatter var fyrst dæmdur í 90 daga tímabundið bann vegna greiðslu FIFA til Michel Platini, forseta UEFA, árið 2011. Báðir voru svo dæmdir í átta ára bann af siðanefnd FIFA í síðasta mánuði.

Blatter hefur verið forseti FIFA síðan 1998 en ætlaði að stíga til hliðar á þessu ári. Nýr forseti verður kjörinn 26. febrúar og hefur talsmaður FIFA staðfest að þangað til muni Blatter halda sínum launum.

Sjá einnig: Helsti aðstoðarmaður Blatter rekinn frá FIFA

Það gera alls fimm mánuði sem að Blatter hefur verið á launum hjá sama sambandi og dæmdi hann í bann. Það var hægt að stöðva bónusgreiðslur til Blatter en ekki launagreiðslur.

„Þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn er Hr. Blatter enn réttkjörinn forseti og á því samkvæmt hans samningi rétt á launum,“ sagði talsmaðurinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira