Handbolti

70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miha Zarabec í umræddum leik. Hann er í hvítum sokkum.
Miha Zarabec í umræddum leik. Hann er í hvítum sokkum. Vísir/Getty

Slóvenska handknattleikssambandið þarf að greiða um 70 þúsund krónur í sekt þar sem að leikmaður braut reglur um búninga á EM í Póllandi.

Dean Bombac, leikmaður slóvenska liðsins, klæddist svörtum sokkum í leik liðsins gegn Svíþjóð en aðrir voru í hvítum sokkum.

Svíar unnu leikinn en Slóvenar komust á blað með því að gera jafntefli við Spánverja í gær, 24-24. Slóvenía er þó neðst í riðlinum með eitt stig og má ekki tapa gegn Þýskalandi í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira