Innlent

Töluvert magn kannabisefna fundist í Hafnarfirði að undanförnu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty

Húsleit hefur verið framkvæmd víða í Hafnarfirði að undanförnu og hefur lögregla lagt hald á talsvert af kannabisefnum, meðal annars tugi kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar, og enn fremur ætlað amfetamín, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá hefur hún tekið í vörslu nokkuð af búnaði sem fylgir starfsemi af þessu tagi. Karlar hafa komið við sögu í öllum þessum málum, flestir á fertugsaldri, en sá elsti í hópnum er á sjötugsaldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira