Innlent

Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ástþór Magnússon á marmaranum í dag.
Ástþór Magnússon á marmaranum í dag. mynd/twitter
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu.

Þannig var hann í Verzlunarskóla Íslands í dag að safna undirskriftum en einn nemandi skólans birti meðfylgjandi mynd á Twitter. Var Ástþór á hinum alkunna marmara þar sem Verzlingar safnast saman í frímínútum.

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands frá árinu 1952 er kveðið á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst 1500 manns úr öllum landsfjórðungum. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins en eru yfir helmingi fleiri í dag, eða um 329 þúsund.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×