Tónlist

Nýtt lag frá Barða og JB Dunckel úr Air

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá flotta mynd af þeim tveim.
Hér má sjá flotta mynd af þeim tveim. vísir
Starwalker, hljómsveit þeirra Barða og JB Dunckel úr Air senda frá sér plötu 1. apríl næstkomandi en í dag kom út nýtt lag frá þeim félögum sem nefnist Everybody's Got Their Own Way.

Hljómsveitin samanstendur af frönsku tónlistargoðsögninni Jean-Benoit Dunckel (Air, Tomorrow’s World, Darkel) og íslenska Barða Jóhannssyni (Bang Gang, Lady & Bird) sem saman skapa stórkostlega og hnökralausa tónlist, gædda mikilli andagift og í sömu mund kenjótt á heillandi hátt. Tveir tónlistamenn,

Lagið Everybody’s Got Their Own Way er með seiðandi laglínu, sólarskotið með björtum hljómum, lags er grípandi og heltekur hlustandann með viðlaginu.

Vísindaskáldsöguleg hljóðmynd með vélrænum söng sem breytist svo í frjálslegt viðlag. Lagið er yfirgripsmikið og stemningin tjáir stjarneygða undrun. Frá glaðværum og sykurhúðuðum laglínunum og meistaralegu viðlaginu stafar sælurík bjartsýni yfir staðfastan taktinn, hefst eins og hefðbundið popplag en lýkur með skerandi og sargandi synthum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×