Innlent

Alelda bíll við Hamraborg

Samúel Karl Ólason skrifar
Bíllinn í ljósum logum.
Bíllinn í ljósum logum. Vísir

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bíl við Hamraborg skömmu eftir klukkan fimm í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu varð bíllinn alelda, en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn.

Orsök eldsins er ekki kunn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira