Innlent

Alelda bíll við Hamraborg

Samúel Karl Ólason skrifar
Bíllinn í ljósum logum.
Bíllinn í ljósum logum. Vísir

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bíl við Hamraborg skömmu eftir klukkan fimm í dag. Einn slökkviliðsbíll var sendur á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu varð bíllinn alelda, en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn.

Orsök eldsins er ekki kunn.
Fleiri fréttir

Sjá meira