Lífið

Sigmundur stendur við áramótaheitið: Orðinn vinur eins þekktasta grínarans á Snapchat

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virðist byrjaður á samfélagsmiðlinum Snapchat.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virðist byrjaður á samfélagsmiðlinum Snapchat. Vísir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra virðist byrjaður á samfélagsmiðlinum Snapchat, líkt og hann strengdi heit um að gera á nýju ári í Kryddsíldinni í gær. Ráðherrann var ekki lengi að fá sér aðgang og leita vina, ef marka má Facebook-innlegg Hjálmars Arnar Jóhannssonar sem deilir því í dag að hann hafi fengið vinabeiðni frá Sigmundi Davíð.

Hjálmar þessi er með þekktustu íslensku Snapchat-grínurunum en tæplega þúsund manns fylgjast reglulega með uppátækjum hans þar. Fyrir þá sem ekki vita hvað Snapchat er þá er um að ræða smáforrit fyrir snjallsíma og þar má setja inn myndir, texta og stuttar vídeóklippur sem það sendir svo sín á milli, inn í tiltekna hópa. Myndefnið eyðist svo eftir sólarhring inni.

Hjálmar, sem setur reglulega inn grínmyndbönd af sér í gervi hinna og þessa karaktera, segir á Facebook að nú hefjist grínið, eða „grillið,“ fyrir alvöru.

Núna fyrst byrjar snapchat grillið.

Posted by Hjálmar Örn Jóhannsson on 1. janúar 2016

Tengdar fréttir

Bekkjartrúðurinn gefst aldrei upp

Hjálmar Örn Jóhannsson – hjalmarorn110 – ein helsta Snapchat-stjarna Íslands og bókuð sem slík á skemmtanir út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×