Innlent

Hildur gefur kost á sér til forseta

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hildur Þórðardóttir
Hildur Þórðardóttir mynd/hildur

Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar.

Hún lýsir þessu yfir í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún íslensku þjóðina vera að fara í gegnum „mikið breytingatímabil.“

Í færslunni útlistar hún áherslur sínar: „Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum,” segir Hildur.

Gefur út bók til stuðnings framboðinu
Hún bætir við að í hennar huga sé forsetinn „ sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi, öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna. Forsetinn hefur kannski ekki mikið vald til að breyta, en hann er leiðtogi og verður að hafa skýra framtíðarsýn. Það er svo allrar þjóðarinnar að finna lausnir og vinna sameiginlega að betra samfélagi,” segir Hildur sem ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. Hún mun bera heitið Framtíð Íslands og er „ vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð,” eins og hún orðar það.

Hildur er önnur konan sem lýsir yfir framboði sínu en áður hefur Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur sagst ætla að gefa kost á sér í komandi kosningum.

Færslu Hildar má sjá hér að neðan.

Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í...

Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on Sunday, 3 January 2016

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.