Innlent

Ömurleg tilhugsun að laun dómara hækki á sama tíma og aðrir eigi varla til hnífs og skeiðar

Ellen Calmon.
Ellen Calmon.
Formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómara og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar. Hún segir að tekjubilið sé sífellt að aukast hér á landi.

Kjararáð ákvað í síðasta mánuði að hækka laun héraðs- og hæstaréttardómarar um 30 til 50 prósent. Þannig hækkuðu laun forseta hæstaréttar um 600 þúsund krónur og laun héraðsdómara um 350 þúsund.

Örorkubætur hækkuðu hins vegar um 9,7 prósent um áramótin. Eftir breytingu verða um ellefu þúsund öryrkjar og aldraðir á lægsta þrepi lífeyrisgreiðslna sem er á bilinu 210 til 246 þúsund krónur á mánuði.

Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins segir ömurlegt að hugsa til þess að hægt sé að hækka laun dómarar og annarra embættismanna um mörg hundruð þúsund krónur á mánuði á sama tíma og öryrkjar eigi varla til hnífs og skeiðar.

„Það er auðvitað skelfilegt að horfa fram á það að dómarar eru að hækka um 30 til 50 prósent í launum. Þeir eru hækka um mörg hundruð þúsund krónur í launum. Öryrkjar hafa ekkert til hnífs og skeiðar. Fólk hefur ekki efni á því að fara til læknis. Fólk frestar því að leita til tannlæknis vegna þess að það býr við svo kröpp kjör. Þetta er ömurlegt en staðreynd á Íslandi í dag,“ segir Ellen Calmon.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×