Handbolti

Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við

Kristinn Páll Teitsson skrifar

„Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Ég er ennþá að ná mér af meiðslum og ég hef lítið spilað undanfarið. Við verðum að sjá hvernig næstu vikur ganga,“ sagði Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Rhein-Neckar Löwen á æfingu fyrr í dag.

Guðjón Guðmundsson mætti á landsliðsæfingu í dag og ræddi við leikmenn íslenska liðsins en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

„Það getur verið að ég hætti við og það getur verið að ég taki slaginn, ég þarf að passa mig á æfingunum sem eru framundan. Ég fékk fimm daga frí og er nýkominn til móts við liðið og við verðum að sjá hvernig líkaminn bregst við,“ sagði Alexander.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira