Innlent

Ferðamaður fannst látinn á Snæfellsnesi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Erlendi ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að frá því síðdegis fannst látinn á sjöunda tímanum í kvöld við Löngufjörur á Snæfellsnesi. Hans hafði verið leitað í nokkrar klukkustundir, eða eftir að bílaleigubíll hans fannst mannlaus við Skógarnes. Allar björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út, auk sporhunda og stjórnstöðvarbíls af höfuðborgarsvæðinu.

Bílaleigubílnum átti að skila í gær og átti maðurinn einnig bókað flug úr landi, en skilaði sér ekki í það. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekkert bendi til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Leitin beindist í upphafi að tveimur mönnum en síðar kom í ljós að einungis hafi verið um einn mann að ræða.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×