Fótbolti

Segja að Benítez verði rekinn í dag og Zidane taki við

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafael Benítez virðist á útleið.
Rafael Benítez virðist á útleið. vísir/getty
Rafael Benítez, þjálfari Real Madrid, verður rekinn síðar í dag ef marka má fregnir spænskra miðla. Haldið er fram að stjórnarfundur verði hjá Real Madrid á eftir þar sem ákvörðun um brottrekstur Benítez verði staðfest.

Spánverjinn tók við Real Madrid af Carlo Ancelotti í sumar og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madríd.

Aðeins eru tvær vikur síðan Real Madrid vann 10-2 sigur á Rayo Vallecano en liðið fylgdi því eftir með sigri á Real Sociedad.

Aftur á móti gerði Real svo 2-2 jafntefli við Valencia í gær og það virðist hafa fyllt mælinn hjá stjórnarmönnum spænska risans.

Spænski fótboltablaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Guillem Balague sem starfar hjá AS á Spáni og Sky Sports á Englandi fullyrðir einnig að Benítez verði rekinn.

Spænskir miðlar halda því fram að Zinedine Zidane verði ráðinn þjálfari Real Madrid en hann hefur þjálfað B-lið félagsins undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×