Enski boltinn

Gylfi Þór fékk hæstu einkunn Swansea á Old Trafford

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Swansea í 2-1 tapi gegn Manchester United á laugardaginn en þetta er í annað sinn í röð sem íslenski landsliðsmaðurinn skorar á móti United á Old Trafford.

Markið dugði ekki til sigurs og vann Manchester United loks Swansea eftir að tapa síðustu þremur leikjum gegn Gylfa Þór á félögum. Sigurinn batt líka enda á átta leikja hrinu United án sigurs í öllum keppnum.

Gylfi Þór hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína þrátt fyrir tapið, en stuðningsmenn Swansea kusu hann mann leiksins.

Á vef ESPN FC fær Gylfi átta eða hæstu einkunn líkt og markvörðurinn Lukasz Fabianski og varamaðurinn Modou Barrow.

Maxwell Hicks, stuðningsmaður Swansea sem skrifar um liðið fyrir vefinn, segir um Gylfa:

„Skoraði eina mark liðsins með skalla, en hann er nú frekar þekktur fyrir langskot. Hann náði flestum skotum liðsins að marki eða þremur og átti þrjár lykilsendingar. Hann heldur áfram að skína undir stjórn Curtis.“

Gylfi skorar á Old Trafford:


Markið hjá Gylfa var númer þrjú í deildinni hjá honum á tímabilinu en hann er aðeins búinn að gefa eina stoðsendingu. Á sama tíma á síðustu leiktíð var hann búinn að skora þrjú mörk og gefa átta stoðsendingar.

Swansea er eftir tapið í 17. sæti með 19 stig, tveimur stigum frá Newcastle sem er í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×