Sport

Gaf eftir 260 milljónir króna af virðingu við liðsfélagana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sean Lee í leik með Kúrekunum.
Sean Lee í leik með Kúrekunum. vísir/getty
Í NFL-deildinni snúast hlutirnir að stóru leyti um peninga enda ferillinn stuttur. Það er því óvænt þegar leikmaður gefur frá sér tækifæri á stórri útborgun.

Einn besti varnarmaður Dallas Cowboys, Sean Lee, gerði það þó um helgina. Þá gaf hann frá sér tæpar 262 milljónir króna með því að spila ekki lokaleikinn í deildarkeppninni.

Í samningi Lee er ákvæði um að ef hann spilar meira en 80 prósent allra leikkerfa á tímabilinu þá fengi hann bónus upp á áðurnefnda upphæð.

Þó svo ekkert væri undir og Lee hefði getað spilað í gegnum smá meiðsli þá sleppti hann því. Hann var búinn að spila 82,1 prósent kerfanna í vetur en fór í 77 prósent með því að spila ekki.

„Það var ég sem tók ákvörðunina um að spila ekki. Mér fannst ég ekki getað hjálpað liðinu nóg í því standi sem ég var. Ég ætla ekki að vanvirða félaga mína með því að spila þegar ég er ekki betri en þetta," sagði Lee eftir leikinn.

NFL

Tengdar fréttir

Fjör í lokaumferð NFL-deildarinnar

Það liggur nú fyrir hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lokaumferðin í deildarkeppninni fór fram í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×