Viðskipti innlent

Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms

ingvar haraldsson skrifar
Polarsyssel hefur verið í útleigu á Svalbarða.
Polarsyssel hefur verið í útleigu á Svalbarða. mynd/fáfnir

Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.

Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.

Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis.

Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni.

Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu.

Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu.

Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur.


Tengdar fréttir

Forstjóra Fáfnis sagt upp

Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Off­shore, var sagt upp störfum í vikunni.

Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum

Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,81
45
579.947
HAGA
1,26
17
196.221
GRND
0,99
9
132.365
EIM
0,78
12
143.123
SIMINN
0,7
10
227.493

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
-1,2
4
96.398
SKEL
-1,07
4
109.235
MARL
-0,85
24
635.463
REITIR
-0,44
6
11.612
REGINN
-0,19
8
118.204