Innlent

Aldrei fleiri farþegar farið um Keflavíkurflugvöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tæpar fimm milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á liðnu ári.
Tæpar fimm milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á liðnu ári. vísir/pjetur

Alls fóru 4.855.505 farþegar um Keflavíkurflugvöll á árinu 2015, einni milljón fleiri en árið 2014. Aldrei hafa fleiri farþegar farið um völlinn heldur en í fyrra og er aukningin 25,5 prósent á milli ára. Samkvæmt farþegaspá Isavia er gert ráð fyrir að á þessu ári aukist farþegafjöldinn enn frekar og verði 6,25 milljónir.

Í samræmi við þessa miklu fjölgun farþega er nú unnið að því að stækka flugstöðina en á þessu ári munu níu þúsund fermetrar verða teknir í gagnið og sjö þúsund til viðbótar árið 2017.

Í tilkynningu frá Isavia segir að Keflavíkurflugvölllur gæti tekið við 10 milljónum farþega á ári ef dreifing á flugi innan dagsins væri betri. Nú eru mestu álagstímar sólarhringsins þeir tímar sem Icelandair og WOW air nota til þess að tenga Evrópu og Norður-Ameríku en tímarnir þar á milli eru vannýttir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira