Sport

Trump stríddi eiganda NY Jets

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donald Trump er hress.
Donald Trump er hress. vísir/getty

Forsetaframbjóðandinn og milljarðamæringurinn Donald Trump gladdist er NY Jets komst ekki í úrslitakeppni NFL-deildarinnar.

Hann sendi eiganda félagsins, Woody Johnson, sneið á Twitter. Trump sagði að Jets hefði að minnsta kosti komist í úrslitakeppnina ef Johnson styddi hann í forsetaframboðinu en ekki Jeb Bush.

Jets átti mjög góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina en kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér gegn Buffalo og sat í kjölfarið eftir með sárt ennið.

Líklegt er að Trump sé aðeins að stríða Johnson sem hann hefur kallað vin sinn í gegnum tíðina.
Fleiri fréttir

Sjá meira