Sport

Trump stríddi eiganda NY Jets

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donald Trump er hress.
Donald Trump er hress. vísir/getty

Forsetaframbjóðandinn og milljarðamæringurinn Donald Trump gladdist er NY Jets komst ekki í úrslitakeppni NFL-deildarinnar.

Hann sendi eiganda félagsins, Woody Johnson, sneið á Twitter. Trump sagði að Jets hefði að minnsta kosti komist í úrslitakeppnina ef Johnson styddi hann í forsetaframboðinu en ekki Jeb Bush.

Jets átti mjög góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina en kastaði boltanum þrisvar sinnum frá sér gegn Buffalo og sat í kjölfarið eftir með sárt ennið.

Líklegt er að Trump sé aðeins að stríða Johnson sem hann hefur kallað vin sinn í gegnum tíðina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira