Innlent

Ákærður fyrir að lenda með farþega á bannsvæði við Holuhraun

Birgir Olgeirsson skrifar
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar í október árið 2011.
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar í október árið 2011. VÍSIR/SKJÁSKOT/AUÐUNN

Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir að lenda þrisvar sinnum með farþega og hleypa þeim út á bannsvæði á meðan á eldsumbrotunum í Bárðarbungu og Holuhrauni stóð. Fyrstu tvær lendingarnar áttu sér stað í september árið 2014 en sú þriðja í október sama ár.

Sú lending flugmannsins vakti meiri athygli en aðrar en á meðal farþega hans var Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kasakstan, sem birti myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. Fólkið sást þar bregða á leik einungis nokkrum metrum frá gosinu, mun nær en leyfilegt er að fara.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 14. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

"Munum skerpa á reglum fyrirtækisins“

Enn er ekki búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti í óleyfi við gosstöðvarnar. Þá hefur engin kæra borist fyrirtækinu.

Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar

Fjölmiðlar fá aðeins tímabundin leyfi til að fara að gosstöðvunum í Holuhrauni - ólíkt því sem áður tíðkaðist. Fjölmiðlar þurfa að taka ábyrgð á sínu fólki. Á síðasta mánuði hafa verið gefin út 40 leyfi - sem nýst hafa 125 einstaklingum við störf sín.

Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu

Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram.Fleiri fréttir

Sjá meira