Innlent

Ákærður fyrir að lenda með farþega á bannsvæði við Holuhraun

Birgir Olgeirsson skrifar
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar í október árið 2011.
Goga Ashkenazi og vinir brugðu á leik við gosstöðvarnar í október árið 2011. VÍSIR/SKJÁSKOT/AUÐUNN
Þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra fyrir að lenda þrisvar sinnum með farþega og hleypa þeim út á bannsvæði á meðan á eldsumbrotunum í Bárðarbungu og Holuhrauni stóð. Fyrstu tvær lendingarnar áttu sér stað í september árið 2014 en sú þriðja í október sama ár.

Sú lending flugmannsins vakti meiri athygli en aðrar en á meðal farþega hans var Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kasakstan, sem birti myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. Fólkið sást þar bregða á leik einungis nokkrum metrum frá gosinu, mun nær en leyfilegt er að fara.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra 14. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu

Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram.

"Munum skerpa á reglum fyrirtækisins“

Enn er ekki búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti í óleyfi við gosstöðvarnar. Þá hefur engin kæra borist fyrirtækinu.

Ströng skilyrði fyrir leyfi á gosstöðvarnar

Fjölmiðlar fá aðeins tímabundin leyfi til að fara að gosstöðvunum í Holuhrauni - ólíkt því sem áður tíðkaðist. Fjölmiðlar þurfa að taka ábyrgð á sínu fólki. Á síðasta mánuði hafa verið gefin út 40 leyfi - sem nýst hafa 125 einstaklingum við störf sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×