Innlent

Öflugri skjálftar tíðari í Bárðarbungu

Birgir Olgeirsson skrifar
Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár og telst eitt hið stærsta á Íslandi í langan tíma.
Eldgosið í Holuhrauni stóð í hálft ár og telst eitt hið stærsta á Íslandi í langan tíma. Fréttablaðið/auðunn

Jarðskjálftar í Bárðarbungu hafa verið öflugri síðastliðna mánuði og mælist nú þensla á svæðinu sem bendir til kvikusöfnunar í kvikuhólfi undir öskju Bárðarbungu.

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og birtir þar graf sem sýnir þróun skjálftavirkni í Bárðarbunguöskju síðan 1. mars í fyrra, eftir gosið í Holuhrauni. Veðurstofan segir að tíðni skjálfta á svæðinu hafi haldist frekar stöðugur en frá miðjum september síðastliðnum hefur orkuútlausnin aukist, sem þýðir að skjálftarnir eru öflugri en áður. Á grafinu kemur einmitt fram að skjálftar að stærð þremur eru tíðari síðastliðna mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands létti gosið í Holuhrauni á eldstöðvakerfinu en mælingar gefi til kynna að kvikusöfnun sé hafin í Bárðarbungu. Það sé ekki endilega ávísun á gos á næstu misserum en Veðurstofan vaktar svæðið gaumgæfilega.

Nokkrir miðlar hafa verið að tala um skjálftana í Bárðarbungu. Hér er graf sem sýnir í tíma þróun skjálftavirkni í Bárð...

Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, January 5, 2016

Tengdar fréttir

Hrina gæti verið hafin í Bárðarbungu

Jarðskjálftar og mælingar benda ótvírætt til að kvika safnist nú fyrir í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur segir ekki ólíklegt að umbrotahrina sé hafin, en saga fjallsins kennir að nokkur eldgos gætu orðið uppi á næstu áratugum.

Holuhraun fékk heitið Holuhraun

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps ákvað á fundi, sem var að ljúka, að nafn á nýja hraunið sem myndaðist í eldgosinu norðan Vatnajökuls í fyrra.

Funda vegna skjálfta í Bárðarbungu

Aukin jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu á síðastliðnum tveimur vikum verður rædd á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í dag. Þar bera vísindamenn saman bækur sínar þar sem hugsanlegar ástæður hennar verða ræddar.
Fleiri fréttir

Sjá meira