Enski boltinn

Messan: Synd að Martial sé notaður á vængnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Strákarnir í Messunni eru ansi skotnir í Frakkanum unga hjá Man. Utd, Anthony Martial, og mærðu hann í síðasta þætti.

„Hans fyrsta hugsun er alltaf að sækja á markið. Hann er mjög beinskeyttur. Auðvitað á hann eftir að læra hvenær eigi að gefa hann á réttum tíma og allt það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

„Hann er farinn að finna sér betri stöður inn á vellinum en áður. Það er lítið mál að fá boltann og gera einhverjar kúnstir en þú verður að gera það á réttum stöðum á vellinum,“ bætti Arnar við.

Martial er leikmaður sem horfir fram á völlinn og veður ítrekað áfram með boltann.

„Við sjáum þetta ekki mikið hjá Man. Utd. Mér finnst svolítil synd þegar hann er notaður út á vængnum því mér finnst hann bestur þegar hann er fremstur,“ segir Þorvaldur Örlygsson.

Innslagið má sjá hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira