Innlent

Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Bandaríski morgunþátturinn Good Morning America ætlar að vera í beinni útsendingu innan úr jökli á Íslandi á morgun. Sjónvarpsstöðin ABC sýnir þáttinn en einn af fréttamönnum ABC News, Amy Robach, er hér á landi til að sýna hvaða áhrif hnattræn hlýnun hefur á jökla Íslands.

Amy segir í kynningu sinni að bráðnun jökla ógni búsetu á strandlengjum, til að mynda á Flórída í Bandaríkjunum.

Tæpt ár er síðan Good Morning America var síðast á Íslandi en þá kom veðurfræðingurinn og sjónvarpskonan Ginger Zee hingað til lands og voru með beina útsendingu frá Holuhrauni. 

Geothermal warmth! #gmaintotheice

A photo posted by Amy Robach (@ajrobach) on

Icelandic horses! #gmaintotheice

A photo posted by Amy Robach (@ajrobach) on


Tengdar fréttir

„Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“

Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×