Innlent

Good Morning America með beina útsendingu innan úr jökli á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar

Bandaríski morgunþátturinn Good Morning America ætlar að vera í beinni útsendingu innan úr jökli á Íslandi á morgun. Sjónvarpsstöðin ABC sýnir þáttinn en einn af fréttamönnum ABC News, Amy Robach, er hér á landi til að sýna hvaða áhrif hnattræn hlýnun hefur á jökla Íslands.

Amy segir í kynningu sinni að bráðnun jökla ógni búsetu á strandlengjum, til að mynda á Flórída í Bandaríkjunum.

Tæpt ár er síðan Good Morning America var síðast á Íslandi en þá kom veðurfræðingurinn og sjónvarpskonan Ginger Zee hingað til lands og voru með beina útsendingu frá Holuhrauni. 

Geothermal warmth! #gmaintotheice

A photo posted by Amy Robach (@ajrobach) on

Icelandic horses! #gmaintotheice

A photo posted by Amy Robach (@ajrobach) on


Tengdar fréttir

„Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“

Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira