Sport

Erlendir meistarar keppa við Kristínu Valdísi á Reykjavíkurleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Valdís Örnólfsdóttir.
Kristín Valdís Örnólfsdóttir. Mynd/Art Bicnick

Kristín Valdís Örnólfsdóttir og aðrar íslenskir keppendur í listhlaupi á skautum fá mikla samkeppni á Reykjavíkurleikunum sem fara fram seinna í þessum mánuði en fjölmargir erlendir keppendur eru á leið til landsins.
 
Norskur, finnskur og suður afrískur meistari í listhlaupi á skautum hafa boðað komu sína á Reykjavíkurleikana 2016. Keppni í listhlaupi á skautum fer fram helgina 22.-24.janúar í Skautahöllinni í Laugardal og verður annað árið í röð haldin undir merkjum Alþjóðaskautasambandsins (ISU). Alls hafa 8 þjóðir skráð 43 keppendur í mótið, þar af eru 23 erlendir.
 
Í Kvennaflokki (Senior) hafa 8 keppendur skráð sig til leiks. Má þar nefna Camilla Gjersem frá Noregi, Juulia Turkkila frá Finnlandi og Michaela Du Toit frá Suður Afríku.

Allar eru þessar þrjár meistarar í sínu heimalandi og hafa náð góðum árangri á stærstu mótunum í íþróttinni. Má þar nefna að sú norska varð í 21.sæti á Evrópumótinu og sú finnska var í 12.sæti á sama móti og 18. á Heimsmeistaramótinu. Michaela Du Toit hefur tvisvar áður keppti á Reykjavíkurleikunum, árið 2012 og 2011.
 
Kristín Valdís Örnólfsdóttir var í þriðja sæti í mótinu í fyrra og var stigahæst íslensku keppendanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira