Innlent

Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Vísir/Anton

Lögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla hrauni er grunaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Hann starfaði í fíkniefnadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og eru meint brot hans sögð vera mjög alvarleg.

Í frétt Fréttatímans í dag, segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa óeðlileg samskipti við brotamenn. Í samtali við fréttastofu 365 segir Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarríkissaksóknari, að hann neiti ekki fyrir það. Hann segir meint brot vera mjög alvarleg.

Sjá einnig: Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi

Lögreglumaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á milli jóla og nýárs og hefur verið í einangrun síðan vegna rannsóknarhagsmuna.

Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um málið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira