Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Bjarki Ármannsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti. Vísir/Stefán

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem upp er kominn í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstöðinni í Skógarhlíð er talið að eldurinn sé aðeins í einni íbúð.

Uppfært 22.00: Vel gekk að slökkva eldinn og slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Enginn var fluttur á slysadeild en töluverðar reykskemmdir eru á íbúðinni. Hún er sögð óíbúðarhæf að svo stöddu og ætla íbúar hennar að finna sér annan samastað í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira