Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi í Breiðholti

Bjarki Ármannsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti. Vísir/Stefán
Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem upp er kominn í fjölbýlishúsi í Flúðaseli í Breiðholti.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstöðinni í Skógarhlíð er talið að eldurinn sé aðeins í einni íbúð.

Uppfært 22.00: Vel gekk að slökkva eldinn og slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Enginn var fluttur á slysadeild en töluverðar reykskemmdir eru á íbúðinni. Hún er sögð óíbúðarhæf að svo stöddu og ætla íbúar hennar að finna sér annan samastað í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×