Innlent

Fyrsti stormur ársins í uppsiglingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víðáttumikil land er suðvestur af landinu svo allhvasst verður víða í dag og á morgun.
Víðáttumikil land er suðvestur af landinu svo allhvasst verður víða í dag og á morgun. vísir/vilhelm
Veðurstofan varar við stormi með suðurströndinni í dag þar sem búast má við öflugum hviðum við staði eins og Eyjafjöll og Öræfi, en rétt suðvestur af landinu er víðáttumikil nærri kyrrstæð lægð sem dælir austlægri átt á landið í dag og á morgun.

Í dag verður því allhvass eða hvass vindur, dálítil snjókoma eða slydda víða, þó að mestu þurrt vestanlands. Með lægðinni kemur hlýtt loft sem fer yfir landið í kvöld og nótt og má því búast við að hiti fari upp í 7 stig sunnanlands.

Með hlýindunum mun úrkoman breytast í rigningu eða slyddu um tíma um landið sunnan-og austanvert, og mun jafnvel gera talsverða rigningu austur af Öræfum og inn á Austfirði með kvöldinu og fram á nótt.

Á morgun hvessir síðan enn frekar á öllu landinu, en í fyrramálið lægir um tíma suðvestanlands og þá bætir í rigninguna þar. Síðdegis byrjar að kólna aftur og stefnir í talsvert frost um og eftir helgi en samfara því verður tíðindalítið helgarverður, norðaustlæg átt og stöku él fyrir norðan og austan, en bjart sunnan- og vestan til.

Nánar á veðurvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×