Körfubolti

Ekkert lið byrjað betur í fyrstu 35 leikjunum í NBA en Golden State

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stephen Curry og félagar stefna hraðbyri að öðrum meistaratitlinum í röð.
Stephen Curry og félagar stefna hraðbyri að öðrum meistaratitlinum í röð. vísir/getty

NBA-meistarar Golden State Warriors unnu 33. leikinn á tímabilinu í nótt þegar þeir lögðu Los Angeles Lakers auðveldlega á útivelli, 109-88.

Klay Thompson var stigahæsti leikmaður meistaranna með 36 stig, en hann skoraði 22 stig bara í fyrsta leikhluta.

Steph Curry skoraði 17 stig en hann hvíldi allan fjórða leikhlutann vegna smávægilegra meiðsla á fæti.

Með sigrinum í nótt bætti Golden State enn eitt metið, en ekkert lið í sögunni hafði unnið 33 af 35 fyrstu leikjum sínum.

Þrjú lið; Philadelphia 76ers 1966/1967, Los Angeles Lakers 1971/1972 og Chicago Bulls 1995/1996, unnu 32 af 35 fyrstu leikjum sínum en Golden State gerði betur.

Chicago Bulls var eina liðið af þessum þremur sem átti titil að verja en öll urðu þau meistarar árið sem þau náðu þessum árangri.

The Golden State Warriors (33-2) have set the record for the best 35-game start in NBA history.

Posted by NBA on ESPN on Tuesday, January 5, 2016
NBAFleiri fréttir

Sjá meira