Enski boltinn

Næsti Gerrard hjá Liverpool? | Viðtal, myndband og myndir með Marko Grujić

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Grujić.
Marko Grujić. Vísir/Getty

Serbinn Marko Grujić er fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp fær til Liverpool-liðsins og hann var kynntur sem leikmaður félagsins í dag.

Marko Grujić er 19 ára gamall og kemur fram Rauðu Stjörnuni í Belgrad þar sem hann hefur spilað með aðalliðinu undanfarin tímabil.
 
Marko Grujić er miðjumaður og margir eru þegar farnir að líkja honum við Liverpool-goðsögnina Steven Gerrard.

Marko Grujić byrjar ekki að spila strax með Liverpool því hann verður í láni hjá Rauðu Stjörnunni út þetta tímabil.

Liverpool kynnti leikmanninn á fésbókarsíðu félagsins í dag og þar mátti bæði finna viðtal við Marko Grujić sem og myndband með mörkum hans fyrir Rauðu Stjörnuna.

Fyrsta markið hjá Marko Grujić í myndbandinu er klassískt Gerrard-mark og það má strax sjá af hverju menn sjá nýjan Steven Gerrard í honum.

Það má sjá þessi tvö myndbönd hér fyrir neðan.

Marko Grujic explains what we can expect from him next season

What can we expect from Marko Grujić? Full interview: http://www.liverpoolfc.com/video/latest-videos#24630

Posted by Liverpool FC on 6. janúar 2016
Marko Grujic's 30-yard strike for Red Star.

What a strike from our new signing Marko Grujić. Check our more goals from the Serbian: http://www.liverpoolfc.com/video/latest-videos#24631

Posted by Liverpool FC on 6. janúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira