Enski boltinn

Næsti Gerrard hjá Liverpool? | Viðtal, myndband og myndir með Marko Grujić

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marko Grujić.
Marko Grujić. Vísir/Getty

Serbinn Marko Grujić er fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp fær til Liverpool-liðsins og hann var kynntur sem leikmaður félagsins í dag.

Marko Grujić er 19 ára gamall og kemur fram Rauðu Stjörnuni í Belgrad þar sem hann hefur spilað með aðalliðinu undanfarin tímabil.
 
Marko Grujić er miðjumaður og margir eru þegar farnir að líkja honum við Liverpool-goðsögnina Steven Gerrard.

Marko Grujić byrjar ekki að spila strax með Liverpool því hann verður í láni hjá Rauðu Stjörnunni út þetta tímabil.

Liverpool kynnti leikmanninn á fésbókarsíðu félagsins í dag og þar mátti bæði finna viðtal við Marko Grujić sem og myndband með mörkum hans fyrir Rauðu Stjörnuna.

Fyrsta markið hjá Marko Grujić í myndbandinu er klassískt Gerrard-mark og það má strax sjá af hverju menn sjá nýjan Steven Gerrard í honum.

Það má sjá þessi tvö myndbönd hér fyrir neðan.

Marko Grujic explains what we can expect from him next season

What can we expect from Marko Grujić? Full interview: http://www.liverpoolfc.com/video/latest-videos#24630

Posted by Liverpool FC on 6. janúar 2016
Marko Grujic's 30-yard strike for Red Star.

What a strike from our new signing Marko Grujić. Check our more goals from the Serbian: http://www.liverpoolfc.com/video/latest-videos#24631

Posted by Liverpool FC on 6. janúar 2016


Fleiri fréttir

Sjá meira