Innlent

Valin leikskáld Borgarleikhúss

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Salka stundaði nám í Wales.
Salka stundaði nám í Wales. Mynd/Borgarleikhúsið

Salka Guðmundsdóttir var valin leikskáld Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs, tilkynnti Sölku sem næsta leikskáld leikhússins. Fjögur leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins en alls sóttu 39 um starfið.

Salka er þýðandi og leikskáld og stundaði nám í Wales. Meðal verka hennar eru Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal og Old Bessastaðir. Hún hefur meðal annars þýtt Emmu eftir Jane Austen og Hver er hræddur við Virginíu Woolf? sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira