Innlent

Vestmanneyingur vann fimm milljónir

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tvisturinn í Vestmannaeyjum var gjöfull þetta kvöldið.
Tvisturinn í Vestmannaeyjum var gjöfull þetta kvöldið. vísir/vilhelm
Norðmaður og Eistlendingur duttu í lukkupottinn þegar dregið var í Víkingalottó í kvöld en þeir voru með allar tölur réttar. Þeir fá í sinn hlut tæpar 57 milljónir hvor. Enginn Íslendingur var með allar tölur réttar að þessu sinni.

Einn Íslendingur var hins vegar með fimm réttar tölur auk bónustölu. Sá hinn sami hlýtur að launum rúmar fimm milljónir króna. Vinningsmiðinn var seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum.

Þetta var ekki eini vinningurinn sem seldur var í Tvistinum að þessu sinni því einn viðskiptavinur verslunarinnar var með fjórar réttar Jókertölur. Fær hann 100.000 krónur fyrir það en spurning er hvort þar hafi verið sami miðinn á ferðinni. Enginn var með allar tölur réttar í Jókernum en þrír aðrir voru með fjórar réttar. Tveir þeirra miða voru í áskrift en einn var keyptur á heimasíðu Lottó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×