Körfubolti

Jón Arnór og félagar búnir að gera betur en Golden State

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/Getty

Valencia Basket vann í kvöld 25. leikinn sinn á tímabilinu en spænska körfuboltaliðið hefur unnið alla leiki sína í deild og Evrópukeppni á leiktíðinni.

Valencia vann sextán stiga sigur á gríska liðinu Paok í kvöld, 78-62, og hefur þar með unnið alla ellefu Evrópuleikina sína.

Um síðustu helgi fagnaði Valencia-liðið sínum fjórtánda sigri í röð í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Unicaja Malaga 81-70.

Valencia hefur því gert betur en NBA-liðið Golden State Warriors sem vann 24 fyrstu leiki sína í NBA-deildinni á þessu tímabili.

Jón Arnór Stefánsson missti af öðrum leiknum í röð vegna bakmeiðsli en stigaskorið dreifðist mikið á leikmenn liðsins í kvöld.

Átta leikmenn Valencia-liðsins skoruðu á bilinu sjö til tólf stig í þessum leik og sá níundi var með sex stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira