Enski boltinn

PSG ætlar að bjóða í Hazard sem vill komast frá Chelsea

Tómas þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard hefur ekki spilað jafn vel og á síðustu leiktíð.
Eden Hazard hefur ekki spilað jafn vel og á síðustu leiktíð. vísir/getty

Eden Hazard, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, vill komast frá liðinu í sumar samkvæmt frétt Daily Mail.

Hazard hefur verið ósáttur í nokkra mánuði hjá ensku meisturunum og átti að hafa sagt sínum nánustu vinum í byrjun leiktíðar að hann vill komast burt af Stamford Bridge.

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain telja sig leiða kapphlaupið um belgísku stórstjörnuna og ætla að bjóða í hann 45 milljónir punda eftir tímabilið.

Chelsea vill þó fá mun meira fyrir Hazard, en hann verður líklega verðlagður á tvöfalda þá upphæð.

Real Madrid vill einnig ólmt frá Belgann í sínar raðir og hefur verið sagt ætla að bjóða 70 milljónir punda í Hazard sem var kjörinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Hazard er skugginn af sjálfum sér á þessari leiktíð miðað við þá síðustu, en hann er aðeins búinn að gefa þrjár stoðsendingar í úrvalsdeildinni og ekki skora eitt einasta mark.
Fleiri fréttir

Sjá meira