Enski boltinn

Midtjylland hækkar miðaverðið upp úr öllu valdi fyrir leikinn á móti United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Stuðningsmenn Manchester United eru vægast sagt ósáttir við miðaverðið sem Danmerkurmeistarar Midtjylland hafa sett upp fyrir viðureign liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar 18. febrúar.

Þegar Southampton kom í heimsókn í forkeppni Evrópudeildarinnar kostaði miðinn í gestastúkuna aðeins 22 pund eða 4.300 krónur en stuðningsmenn United þurfa að borga 71 pund eða 13.700 krónur.

Stuðningsmenn Manchester United þurfa því að borga tvöfalt meira en stuðningsmenn Southampton þurftu að gera þegar þeir horfðu upp á liðið sitt tapa fyrir Midtjylland í sumar.

Völlurinn í Midtjylland tekur 11.800 manns í sæti en UEFA gefur aðeins leyfi fyrir 9.500 manns á þennan leik. Stuðningsmenn Manchester United fá 800 miða og verði fullt í gestastúkunni tekur danska félagið ríflega ellefu milljónir króna inn á þeim ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×